Tveir leikir voru að klárast í ensku úrvalsdeildinni rétt í þessu en í þeim mættust Newcastle og Leeds og svo tók Crystal Palace á móti West Ham.
Leeds sótti 3 stig til Newcastle er liðið vann 1-2 sigur gegn heimamönnum og kom fyrsta mark þeirra á 17. mínútu þegar að Raphina kom Leeds yfir og staðan 0-1 í hálfleik. Newcastle jafnaði metinn eftir mark frá Miguel Almiron á 57 mínútu, Jack Harrison tryggði svo Leeds öll stigin með marki á 61 mínútu og lokatölur 1-2 fyrir Leeds.
Crystal Palace tók á móti West Ham og fór West Ham með öll stigin heim, Crystal Palace komst yfir á 3. mínútu eftir mark Wilfred Zaha, Tomas Soucek skoraði tvívegis til að koma West Ham í stöðuna 2-1 með mörkum á 9. og 25. mínútu leiks og staðan 1-2 í hálfleik. Craig Dawson gulltryggði svo sigur West Ham á 65, Michy Batshuay klóraði í bakkann fyrir Crystal Palace með marki á 97. mínútu, lokatölur 2-3 fyrir West Ham.