Cristiano Ronaldo einn besti knattspyrnumaður allra tíma er harður við sjálfan sig þegar kemur að æfingum og mataræði. Ronaldo er þekktur fyrir að hugsa einstaklega vel um sig.
Þrátt fyrir að fagna 36 ára afmæli sínu á næstu dögum er Ronaldo enn í frábæru formi, hann leyfir sér hins vegar að svindla einu sinni í viku.
Móðir hans, Dolores Aveiro sagði frá þessu í viðtali í sjónvarpsþætti í Portúgal. „Sonur minn fær sér pizzu, hann fær sér eina pizzu í viku en gerir mikið af magaæfingum eftir þá máltíð,“ sagði Dolores.
Uppáhalds réttur Ronaldo er portúgalskur þorskréttur. „Hans uppáhalds réttur er “balcalhau a bras“,“ sagði Dolores.
Ronaldo hefur sjálfur rætt um ást sína á pizzu. „Lykilatriði er að hugsa um líkama sinn, æfa vel og endurheimta,“ sagði Ronaldo fyrir nokkru.
„Ég fæ mér stundum pizzu með syni mínum, annars væri lífið frekar leiðinlegt,“ sagði Ronaldo.