Wayne Rooney nýráðinn stjóri Derby hefur samþykkt að hluti launa hans verði greidd seint og síðar meir, sökum þess að Derby glímir við mikla fjárhagserfiðleika.
Rooney tók við starfinu hjá Derby á dögunum og lagði á sama tíma skóna á hilluna, Derby hefur átt í mestu vandræðum með að borga leikmönnum og starfsfólki laun.
Leikmenn Derby fengu laun sín fyrir desember borguð í síðustu viku og hafa fengið loforð um launin fyrir janúar, verði borguð á réttum tíma.
Rooney fær 90 þúsund pund á viku hjá Derby fyrir að stýra liðinu en stór hluti af launum hans verða borguð síðar. Mel Morris, eigandi Derby ætlar ekki að setja meiri fjármuni inn í félagið.
Derventio Holdings er að ganga frá kaupum á Derby og þá ætti fjárhagur félagsins að lagast, Rooney tók þessa ákvörðun á sama tíma og hann sannfærði leikmannahóp sinn um að taka sömu ákvörðun.
Leikmenn Derby fá því ekki öll laun sín greidd á næstunni en þau verða borguð síðar.