Fjórir leikir fóru fram í Reykjavíkurmótinu í dag og var markaþema í leikum dagsins.
Valur tók á móti ÍR á Origo vellinum í dag sem endaði með 8-0 sigri íslandsmeistarana sem hafa unnið alla sína leiki á mótinu hingað til, Patrick Pedersen framherji Vals gerði sér góðann dag og skoraði þrennu.
ÍR 0 – 8 Valur
0-1 Birkir Már Sævarsson (‘4)
0-2 Patrick Pedersen (’38)
0-3 Sigurður Egill Lárusson (’45)
0-4 Kristófer Jónsson (’55)
0-5 Patrick Pedersen (’65)
0-6 Patrick Pedersen (’67, víti)
0-7 Sigurður Egill Lárusson (’73)
0-8 Birkir Heimisson (’90, víti)
Fram tók á móti Fjölnismönnum sem að svoleiðis völtuðu yfir frammara 6-1, ein tvenna var skoruð en hana gerði Orri Þórhallson en hann gerði fyrstu tvö mörk leiksins.
Fram 1 – 6 Fjölnir
0-1 Orri Þórhallsson (’32)
0-2 Orri Þórhallsson (’33)
0-3 Andri Freyr Jónasson (’37, víti)
0-4 Halldór Snær Georgsson (’53)
0-5 Kristófer Óskar Óskarsson (’62)
1-5 Halldór Bjarki Brynjarsson (’68)
1-6 Viktor Andri Hafþórsson (’75)
Fylkir komu mörgum á óvart þegar að þeir fóru illa með KR í viðureign þeirra í dag, Nikulás Val Gunnarson 20 ára framherju gerði tvö mörk Fylkis.
Fylkir 4 – 0 KR
1-0 Nikulás Val Gunnarsson (’18)
2-0 Daði Ólafsson (’24)
3-0 Nikulás Val Gunnarsson (’38)
4-0 Arnór Borg Guðjohnsen (’41)
Grétar Snær Gunnarsson, KR (’43) – Rautt Spjald
Víkingur Reykjavík tók á móti Pepsi Max nýliðum Leikni í dag sem endaði með 2-0 sigri heimamanna, ótrúlegt en satt var 2-o sigur markaminnsti leikur dagsins í Reykjavíkurmótinu.
Víkingur R. 2 – 0 Leiknir R.
1-0 Logi Tómasson (’45)
2-0 Helgi Guðjónsson (’88)