Odion Ighalo hefur yfirgefið herbúðir Manchester United en hann tilkynnti það á Instagram síðu sinni í dag en leikmaðurinn var á láni hjá liðinu frá Shanghai Greenland Shenhua í Kína.
Ighalo gerði 5 mörk í 23 leikjum fyrir Manchester United snýr aftur til Kína en hann var sjóðheitur þar og var búinn að gera 10 mörk í 17 leikjum á tímabilinu áður en United fékk hann á láni síðasta janúar.
Sem barn studdi Ighalo Manchester United og hefur margoft tjáð sig um að æskudraumur hans væri að spila fyrir Manchester United sem hann vissulega gerði og segist hann vera þakklátur fyrir tíma sinn hjá liðinu.
Hægt er að sjá yfirlýsingu Ighalo á Instagram hér fyrir neðan.
It’s was a pleasure. Once a Red, always a Red🔴🔴🙏🏾 pic.twitter.com/uXVqIXxsAf
— Odion Jude Ighalo (@ighalojude) January 26, 2021