Myndband af nýráðnum þjálfara Chelsea Thomas Tuchel er nú í dreifingu sem að sínir svakalegan aga þjálfarans.
Thomas Tuchel sem hefur verið þjálfari PSG, Dortmund og Mainz áður en hann var ráðinn sem stjóri Chelsea í dag hefur sýnt fram á að hann sé ekkert að fíflast á æfingum og þá sérstaklega í „halda bolta“ æfingum eins og sést í myndbandinu.
Chelsea situr í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar þessa stundina og er ágætis verkefni fyrir Tuchel en þeir bláklæddu í London eru með meistaradeildar væntingar og verður gaman að sjá hvort Tuchel takist að koma liðinu í meistaradeildarsæti.
Talsverð umræða hefur myndast í kringum myndbandið og eru stuðningsmenn Chelsea orðnir spenntir og segir einn „Hann er grjótharður“ .
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.