Marcos Rojo varnarmaður Manchester United hefur vakið athygli fyrir nýtt húðflúr sitt, hann ákvað að heiðra minningu Maradona.
Maradona féll frá á síðasta ári en Rojo er frá Argentínu líkt og Maradona. Rojo er þrítugur og hefur dvalið í heimalandinu síðustu vikur.
Rojo verður samningslaus hjá Manchester United næsta sumar og má fara á næstu dögum, líklegast er að Rojo fari til Boca Juniors.
Myndin sem Rojo setti af Maradona á fótlegg sinn hefur vakið athygli en hann er í hlutverki Fidel Castro á myndinni. Castro og Maradona voru miklir vinir.
Flúrið má sjá hér að neðan.