fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Fær 350 milljónir í vasa sinn eftir að hafa verið rekinn í gær

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. janúar 2021 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea ákvað í gær að reka Frank Lampard úr starfi knattspyrnustjóra og er búist við því að Thomas Tuchel verði ráðinn til starfa í dag.

Gengi Chelsea síðustu vikur hefur verið slakt og hefur Roman Abramovich, eigandi Chelsea tekið ákvörðun um að reka Lampard úr starfi. Chelsea situr í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar, ellefu stigum á eftir toppliði Manchester United. Roman Abramovich lét Lampard fá 200 milljónir punda í leikmannakaup í sumar en árangurinn fylgir ekki með, eigandi Chelsea er ekki þekktur fyrir mikla þolinmæði gagnvart stjórum sínum.

Ensk blöð segja frá því í dag að Lampard hafi fengið símtal snemma í gær og var hann boðaður á fund á æfingasvæði félagsins, fundurinn hófst klukkan 09:00 og fór fram í matsalnum á æfingasvæðinu. Lampard var meðvitaður um hvað væri í vændum þegar símtalið kom, uppsögnin kom honum því ekki á óvart þegar fundurinn fór af stað.

Samningur Lampard hefði átt að renna út í sumar, ákvæði var um að framlengja hann um ár til viðbótar sem Chelsea hafði ekki nýtt sér.

Chelsea þarf að borga Lampard laun fram á sumar en hann fær um 2 milljónir punda í vasa sinn, um 350 milljónir íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli

Söngur þeirra um Arne Slot vekur mikla athygli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot talinn horfa til Barcelona

Slot talinn horfa til Barcelona
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land

Náðu loksins myndum af eiginkonunni sem var í felum – Hjákonan ákvað að elta hjónin sem fluttu land
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika

Þakkar fyrrum stjóranum fyrir – Sannfærði hann um að vera áfram eftir mikla erfiðleika
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hefur áhyggjur af stjörnunni umdeildu – ,,Sorglegt og hefur legið í loftinu undanfarið ár“

Hefur áhyggjur af stjörnunni umdeildu – ,,Sorglegt og hefur legið í loftinu undanfarið ár“
433Sport
Í gær

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18
433Sport
Í gær

Hefur áhyggjur af Pogba – Gæti tekið búningsklefann úr jafnvægi

Hefur áhyggjur af Pogba – Gæti tekið búningsklefann úr jafnvægi
433Sport
Í gær

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn