AC Milan og Inter mættust í Coppa Italia í kvöld og var leikurinn af dramatískari gerðinni en hann kláraðist rétt í þessu.
Zlatan Ibrahimovic gerði fyrsta mark leiksins á 31. mínútu eftir skvaldur í teig Inter Milan og enginn annar en Zlatan Ibrahimovic sem var réttur maður á réttum stað.
Staðan var 1-0 í hálfleik en þá lét Zlatan Ibrahimovic ljót orð fall í garð móður Romelu Lukaku framherja Inter Milan.
Zlatan Ibrahimovic og Romelu Lukaku framherjarnir knáu áttu þá harða rimmu, þeir félagar léku saman hjá Manchester United en ástin var ekki mikil í fyrri hálfleik.
Heimildir herma að Zlatan hafi gert lítið úr móður Lukaku og var Lukaku afar ósáttur og tilbúinn að slást eftir ummæli Zlatan. Myndaðist mikil óreiða á vellinum vegna atviksins og hafði dómari leiksins litla stjórn á aðstæðum.
Lukaku svaraði fyrir sig „Fjandinn hafi þig og eiginkonu þína, tíkin þín“ sagði Lukaku.
Liðsfélagar Lukaku héldu honum svo hann gengi ekki í skrokk á Zlatan en þeir félagar eru af stærri gerðinni svo það hefði líklegast ekki orðið fögur sjón hefði Lukaku komist að honum.
Zlatan and Lukaku are going at it 😳 pic.twitter.com/yMLFI72tiz
— ESPN FC (@ESPNFC) January 26, 2021
Seinni hálfleikur var svo flautaður aftur en hitinn í leiknum sat enn á vellinum og var Zlatan Ibrahimovic rekinn útaf eftir klukkutíma leik.
Það var svo Romelu Lukaku sem gerði jöfnunarmark Inter úr vítaspyrnu á 71. mínútu og staðan 1-1 eftir 90 mínútna leik en litlum 10 mínútum bætt við.
Cristian Eriksen sprengdi svo þakið af San Siro þegar að hann skoraði úr aukaspyrnu á 97. mínútu og staðan 2-1 eftir 100 mínútna leik og lokatölur 2-1 fyrir Inter Milan sem eru komnir í undanúrslit Coppa Italia.