Tottenham mætti Wycombe í fjórðu umferð FA bikarsins í kvöld en leikurinn endaði
Wycombe sem að situr í neðsta sæti Championship deildarinnar náði heldur betur að stríða Tottenham og voru komnir yfir á 25. mínútu eftir marki frá Onyedinma og staðan 1-0 fyrir heimamönnum, það stefndi allt í að heimamenn myndu taka með sér eins mark forystu í hálfleik en svo varð ekki, Gareth Bale jafnaði metinn á annarri mínútu uppbótatíma og staðan 1-1 í hálfleik.
Tottenham sótti og sótti en boltinn virtist ekki ætla að rata í netið fyrr en Harry Winks skoraði laglegt mark fyrir gestina til að koma þeim yfir á 86. mínútu og fylgdi svo Tanguy N’dombele eftir á 88. mínútu og kom Tottenham í 3-1.
Varamaðurinn Tanguy N’dombele bætti svo við sínu öðru marki á 93. mínútu og lokatölur 1-4 en Wycombe náði að stríða Tottenham í 86. mínútur.
Internet stjarnan Adebaoyo Akinfenwa kom inn á fyrir Wycombe á 72. mínútu en hann er betur þekktur sem sterkasti fótboltaleikmaður heims og er með 1.3 milljónir fylgjendur á Instagram.
Tottenham stillti upp sterku liði en leikmenn á borð við Heung Min Son, Harry Kane, Toby Alderweireld, Gareth Bale og Lucas Moura komu við sögu.