Manchester kaus frekar að kaupa Victor Lindelöf en að reyna að fá Virgil van Dijk sumarið 2017, frá þessu segir Charlie Austin em var samherji Van Dijk hjá Southampton.
Liverpool og Manchester United höfðu áhuga á Van Dijk sumarið 2017, Southampton neitaði að lokum að selja hann en að lokum gekk Van Dijk í raðir Liverpool hálfu ári síðar.
„Ég man eftir endalokum Van Dijk hjá Southampton, við sátum saman á bekknum gegn Chelsea og ég spurði hann hvað væri í gangi ´Manchester United hlýtur að vera á eftir þér´,“ segir Austin um samtal þeirra.
„Hann sagði mér að United hefði valið á milli hans og Lindelöf um sumarið, ég trúði þessu ekki. Ég var ekki að kaupa þetta, það var umræða um áhuga United um sumarið en þeir völdu Lindelöf frekar.“
Austin telur reyndar að Van Dijk hafi viljað fara til Liverpool. „Ég er ekki viss um að hann hafi viljað fara til United, hugur hans leitaði til Liverpool.“