Ed Woodward, stjórnarformaður Manchester United tók þá ákvörðun að kaupa miðjumanninn Fred til félagsins sumarið 2018. Það var ekki ósk Jose Mourinho, þá stjóra Manchester United að Fred yrði keyptur.
Manchester United keypti Fred frá Shaktar Donetsk sumarið 2018 fyrir 52 milljónir punda.
The Athletic fjallar um málið og segir að Woodward hafi ekki viljað kaupa nokkra leikmenn sem Mourinho lagði til árið 2018.
Þess í stað vildi hann og stjórnendur United kaupa Fred og að lokum tók Mourinho því, hann var meðvitaður um að félagið þyrfti á miðjumanni að halda.
Fred byrjaði ekki vel hjá Manchester United og var í tæpa 18 mánuði að finna taktinn, síðasta árið hefur Fred stimplað sig inn sem lykilmaður í liði Ole Gunnar Solskjær.
Fred er 27 ára gamall miðjumaður frá Brasilíu en Manchester United situr nú á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.