Marten De Roon leikmaður Atalanta á Ítalíu birti myndband til að gantast í Zlatan Ibrahimovic leikmanni AC Milan en liðin mættust á laugardag og birti hann myndbandið í dag.
Í stöðunni 3-0 segir Zlatan „Ég hef skorað fleiri mörk en þú hefur spilað leiki á þínum ferli“ við Zapata leikmann Atalanta en hann gerði síðasta mark Atalanta í 3-0 sigri.
AC Milan situr í efsta sæti deildarinnar og mætir svo Atalanta í lokaumferðinni og ætti De Roon að hafa augun opin og helst auka par á hnakkanum en þeir sem þekkja til Zlatan þekkja skap hans og er hann einnig með svarta beltið í bardagaíþróttinni taekwondo.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og er fyndið áhorf.
*posts video and hide* 🏃💨 pic.twitter.com/2NA4C6tDYG
— Marten de Roon (@Dirono) January 25, 2021