Frank Lampard sem að var rekinn sem þjálfari Chelsea fyrr í dag hefur nú gefið frá sér yfirlýsingu.
Chelsea sem að eyddi 200 milljónum punda í sumar og situr nú í 9. sæti deildarinnar og taldi stjórn liðsins að tími væri að Lampard myndi fara en þessi árangur er langt undir væntingum og sérstaklega eftir að svona peningum er eytt í leikmenn.
Lampard og lærisveinar hans hafa tapað fimm af síðustu níu leikjum sínum og var Lampard rekinn í dag en orðrómur um að hann yrði rekinn á næstunni hefur heyrst í talsverðan tíma og eru allar líkur á því að Tomas Tuchel fyrrum þjálfari PSG að taka við liðinu í vikunni.
Yfirlýsing Lampard er hjartnæm en hann segist einnig vera vonsvikin að hafa ekki fengið að stjórna liðinu út tímabilið og taka það upp á næsta stig en þakkar Roman Abramovich fyrir traustið en hér fyrir neðan er hægt að sjá yfirlýsinguna í heild sinni.
Typically dignified statement from Frank Lampard via Instagram … #cfc pic.twitter.com/LvrqFkx02L
— Henry Winter (@henrywinter) January 25, 2021