Læknir Diego Maradona falsaði undirskrift hans til að komast yfir skýrslur af sjúkrahúsi þar sem Maradona hafði dvalið á síðasta ári.
Einn besti knattspyrnumaður allra tíma Diego Armando Maradona, lést þann 25. nóvember síðastliðinn, 60 ára að aldri. Maradona átti magnaðan knattspyrnuferil. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu. Þremur vikum áður hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.
Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur haft stöðu grunaðs manns í rannsókn sem hefur verið á andláti Maradona. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo skömmu eftir andlát hans. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.
Nú hefur komið í ljós að Luque hafði falsað undirskrift Maradona til að komast yfir læknaskýrslur. Um var að ræða skýrslur vegna meðferða sem Maradona fór í á síðasta ári.
Saksóknari hefur staðfest málið en sérstakur sérfræðingur er varðar undirskriftir var fenginn til að staðfesta þetta. Ekki kemur fram hvort þetta hafi einhver áhrif á rannsókn er varðar Luque og andlát Maradona.
Fjölskylda Maradona hefur sakaða Luque og aðra sem komu að því að aðstoða Maradona um að vanrækja hann.