Íslendingar voru í eldlínunni í grísku deildinni í dag.
Sverrir Ingi Ingason, var í byrjunarliði PAOK og spilaði allan leikinn í 2-2 jafntefli gegn AEK frá Aþenu. Leikið var á heimavelli PAOK.
Staðan var 1-1 í hálfleik. Á 50. mínútu komst AEK yfir í annað skipti í leiknum.
Veirinha náði hins vegar að jafna metin fyrir PAOK með marki á 70. mínútu og tryggði liðinu 2-2 jafntefli og eitt stig. PAOK er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 36 stig.
Þá kom Theodór Elmar Bjarnason inn á 68.mínútu er lið hans Lamia gerði 0-0 jafntefli á útivelli gegn Panaitolikos.
Lamia er eftir leikinn í neðsta sæti deildarinnar með 7 stig.
PAOK 2 – 2 AEK
0-1 Evgen Shakhov (’18)
1-1 José Ángel Crespo (’40)
1-2 Konstantinos Galanopoulos (’50)
2-2 Veirinha (’70)
Panaitolikos 0 – 0 Lamia