fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Segir eftirspurn eftir Klopp í Þýskalandi – „Þjóðverjar kalla hann King Klopp“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jens Lehmann, fyrrum markvörður Arsenal og þýska landsliðsins segir að eftirspurnin eftir því að Jurgen Klopp, snúi aftur til Þýskalands og taki að sér knattspyrnustjórastöðu sé mikil.

Klopp gerði virkilega góða hluti með Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni áður en hann hélt til Liverpool þar sem hann hefur unnið Meistaradeild Evrópu og ensku úrvalsdeildina. Klopp er vel liðinn í heimalandi sínu, Þýskalandi.

„Þjóðverjar kalla hann King Klopp, vegna árangursins. Við teljum að hann sé besti knattspyrnustjóri í heimi. Hann er einnig hógvær og þekkir sína styrkleika,“ sagði Lehmann í viðtali.

Lehmann telur þó að Klopp muni ekki snúa alveg strax aftur til Þýskalands.

„Þegar hann er orðinn 60 ára gæti hann mögulega snúið aftur, en ábyggilega ekki á næstunni. Ég tel einnig að hann muni ekki taka sér frí frá fótbolta þegar að hann yfirgefur Liverpool,“ sagði Lehmann.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar