fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Özil kveður Arsenal með hjartnæmri kveðju – „Ég verð stuðningsmaður Arsenal allt mitt líf“

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félagsskipti Mesut Özil frá Arsenal til Fenerbache verða staðfest á næstu dögum. Leikmaðurinn hefur spilað með Arsenal síðan árið 2013 og birti í dag kveðju til stuðningsmanna liðsins.

„Frá fyrstu stundu hefur mér liðið eins og heima hjá mér. Það var tekið á móti mér með opnum örmum af starfsliði Arsenal, liðsfélögum og það sem mestu máli skiptir, af stuðningsmönnum. Ég mun alltaf vera þakklátur fyrir það traust sem ég fékk frá Arsene Wenger,“ er meðal þess sem Özil ritar til stuðningsmanna félagsins.

Hjá Arsenal spilaði Özil 254 leiki, skoraði 44 mörk og gaf 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

„Þrátt fyrir að ég muni ekki spila aftur fyrir félagið þá mun ég ávallt styðja það í öllum leikjum. Ég verð stuðningsmaður Arsenal allt mitt líf, á því liggur enginn vafi,“ skrifaði Mesut Özil í kveðju til stuðningsmanna Arsenal

Síðasti leikur Özil fyrir Arsenal kom í mars árið 2020. Hann hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í á þessu tímabili og var ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

„Síðustu mánuðir hafa ekki verið auðveldir. Eins og allir aðrir leikmenn vill ég spila hverja einustu mínútu. Það er hins vegar þannig í lífinu að hlutirnir eru ekki alltaf eins og maður vill að þeir séu. Það er hins vegar mikilvægt að líta á ljósu punktana,“ skrifaði Özil um síðustu mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Ummæli Flick vekja athygli: ,,Tæknilegar ástæður fyrir því að hann var ekki með“

Ummæli Flick vekja athygli: ,,Tæknilegar ástæður fyrir því að hann var ekki með“
433Sport
Í gær

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“