Hinn norski Martin Odegaard, mun að öllum líkindum fara til Arsenal á láni frá Real Madrid á næstu dögum. Félögin hafa náð samkomulagi sín á milli, þetta fullyrðir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Arsenal var ekki eina liðið sem vildi fá Norðmanninn til liðs við sig. Real Sociedad, liðið sem Odegaard spilaði fyrir á síðasta tímabili, hafði einnig hug á að næla í kappann.
Romano segir að símtal sem Ödegaard fékk frá Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins, hafi sannfært hann um að reyna fyrir sér hjá Arsenal.
Leikmaðurinn verður á láni hjá Arsenal út yfirstandandi tímabil, Arsenal greiðir laun leikmannsins sem á nú aðeins eftir að standast læknisskoðun hjá félaginu.
Ödegaard, gekk til liðs við Real Madrid frá norska liðinu Strömsgödset árið 2015. Hann hefur á sínum ferli einnig spilað með Heerenven, Vitesse og Real Sociedad.
Hann var skilgreindur sem undrabarn í knattspyrnu á sínum tíma en hefur átt erfitt með að fóta sig hjá Real Madrid eftir komu sína þangað. Hins vegar gekk honum vel hjá Real Sociedad á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 36 leiki, skoraði 7 mörk og gaf níu stoðsendingar.
Martin Ødegaard to Arsenal, here we go! The agreement has been reached after last contacts today between #AFC and Real Madrid. 🇳🇴
Loan until the end of the season, salary paid by Arsenal. Arteta’s call key to convince the player. Medicals pending – then deal will be announced.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 24, 2021