fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Jóhannes Eðvaldsson er látinn

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 24. janúar 2021 21:24

Jóhannes í leik með Celtic / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhannes Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, er látinn, sjötugur að aldri. Jóhannes gerði garðinn frægan með stórliði Celtic í Skotlandi á áttunda áratugnum og naut mikillar hylli meðal stuðningsmanna liðsins. ruv.is greindi frá.

Jóhannes fæddist í Vestmannaeyjum árið 1950, hann lék lengst af með Val. Hann reyndi einnig 22 ára gamall fyrir sér í atvinnumennsku í Suður-Afríku með Cape Town City í Höfðaborg.

Eftir stutta dvöl hjá Metz í Frakklandi og svo Holbæk í Danmörku gekk Jóhannes til liðs við Celtic í Skotlandi árið 1975.

Jóhannes spilaði í fimm farsæl ár með skoska stórliðinu. Hann skoraði 36 mörk á ferli sínum hjá Celtic í 188 leikjum og þótti afar fjölhæfur leikmaður sem gat leyst flestar stöður á knattspyrnuvellinum.

Hjá Celtic vann Jóhannes tvo Skotlandsmeistaratitla og einn bikarmeistaratitil. Hann hélt svo til Bandaríkjanna árið 1980. Jóhannes lék einnig með Hannover 96 í Þýskalandi og Motherwell í Skotlandi áður en atvinnumannaferli hans lauk árið 1984.

Jóhannes lék 34 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim tvö mörk. Hann var bróðir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða, en Atli lést árið 2019. Jóhannes lætur eftir sig eiginkonu, Catherine Bradley, og fjögur börn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi

Gert ráð fyrir tæplega 300 áhorfendum á heimaleik Víkings í Finnlandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford

Sancho pirrar stuðningsmenn United með ummælum við færslu Rashford
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar

Arteta sagður ætla að losa sig við þessa sjö leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford

Sancho gerir stuðningsmenn United brjálaða – Skrifaði þessi ummæli undir færslu Rashford
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“

Tómas Þór ómyrkur í máli um vinnubrögðin – „Eitthvað það aumingjalegasta sem ég hef séð“
433Sport
Í gær

Ummæli Flick vekja athygli: ,,Tæknilegar ástæður fyrir því að hann var ekki með“

Ummæli Flick vekja athygli: ,,Tæknilegar ástæður fyrir því að hann var ekki með“
433Sport
Í gær

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“

Hélt að góðvinur sinn myndi koma með til Manchester – ,,Hann plataði mig“