Everton tók á móti Sheffield Wednesday í enska bikarnum í dag. Leikurinn endaði með öruggum sigri Everton en leikið var á heimavelli liðsins, Goodison Park.
Gylfi Þór Sigurðsson, var í byrjunarliði Everton og spilaði allan leikinn.
Dominic Calvert-Lewin, kom Everton yfir mað marki á 29. mínútur eftir stoðsendingu frá André Gomes.
Richarlison tvöfaldaði síðan forystu Everton með marki á 59. mínútu eftir stoðsendingu frá James Rodriguez.
Þremur mínútum síðar innsiglaði Yerry Mina 3-0 sigur Everton sem er komið í næstu umferð enska bikarsins. Þar mætir liðið sigurvegaranum í leik Wycombe Wanderers og Tottenham sem fer fram á morgun.
Everton 3 – 0 Sheffield Wednesday
1-0 Dominic Calvert-Levin (’29)
2-0 Richarlison (’59)
3-0 Yerry Mina (’62)