Manchester United vann í kvöld sterkan 3-2 sigur gegn Liverpool í enska bikarnum. Leikið var á Old Trafford í Manchester.
Sigurmark leiksins kom á 78. mínútu. Það skoraði varamaðurinn Bruno Fernandes sem tryggði Manchester United 3-2 sigur á nágrönnum sínum með marki beint úr aukaspyrnu.
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, greindi frá því í viðtali eftir leik að Bruno hefði eytt auka tíma eftir æfingu liðsins í gær til að æfa aukaspyrnur.
„Hann var í 45 mínútur eftir æfingu að æfa aukaspyrnur svo ég var nokkuð viss um að hann myndi hitta á rammann í dag,“ sagði Solskjær eftir leik.
No stopping Bruno Fernandes 🔥#EmiratesFACup @ManUtd pic.twitter.com/gOCxdmJbOi
— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) January 24, 2021