Mesut Özil er við það að verða kynntur sem leikmaður tyrkneska félagsins Fenerbache. Özil komst að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um riftun á samningi sínum á dögunum og hefur yfirgefið herbúðir félagsins.
Özil hefur nú verið í sóttkví eftir komuna til Tyrklands, en er laus núna og vonast er til þess að hann geti tekið þátt á æfingu Fenerbache á sunnudaginn.
Özil mun gera þriggja og hálfs árs samning við tyrkneska félagið og heimildir herma að hann muni vera á töluvert lakari launum en hann var á hjá Arsenal.
Vikulaun Özil hjá Arsenal voru í kringum 350.000 pund á viku en þau verða um 67.300 pund á viku hjá Fenerbache.
Özil spilaði ekkert með Arsenal á tímabilinu, síðasti leikur hans fyrir enska félagið var í mars árið 2020. Hann hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í. Hann var ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.
Özil gekk til liðs við Arsenal þann 2. september árið 2013 frá spænska liðinu Real Madrid. Kaupverðið á þeim tíma var um það bil 50 milljónir evra.
Hjá Arsenal hefur hann spilað 254 leiki, skorað 44 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.