fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Vonast til að Özil verði kynntur sem leikmaður Fenerbache á mánudaginn – Lækkar töluvert í launum

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 13:45

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mesut Özil er við það að verða kynntur sem leikmaður tyrkneska félagsins Fenerbache. Özil komst að samkomulagi við forráðamenn Arsenal um riftun á samningi sínum á dögunum og hefur yfirgefið herbúðir félagsins.

Özil hefur nú verið í sóttkví eftir komuna til Tyrklands, en er laus núna og vonast er til þess að hann geti tekið þátt á æfingu Fenerbache á sunnudaginn.

Özil mun gera þriggja og hálfs árs samning við tyrkneska félagið og heimildir herma að hann muni vera á töluvert lakari launum en hann var á hjá Arsenal.

Vikulaun Özil  hjá Arsenal voru í kringum 350.000 pund á viku en þau verða um 67.300 pund á viku hjá Fenerbache.

Özil spilaði ekkert með Arsenal á tímabilinu, síðasti leikur hans fyrir enska félagið var í mars árið 2020. Hann hefur verið utan hóps í öllum helstu keppnum sem félagið tekur þátt í. Hann var ekki í áætlunum Mikel Arteta, knattspyrnustjóra félagsins.

Özil gekk til liðs við Arsenal þann 2. september árið 2013 frá spænska liðinu Real Madrid. Kaupverðið á þeim tíma var um það bil 50 milljónir evra.

Hjá Arsenal hefur hann spilað 254 leiki, skorað 44 mörk og gefið 77 stoðsendingar. Þá varð hann enskur bikarmeistari með liðinu í fjórgang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal spenntir eftir að þessi mynd frá Dubai fór í loftið

Stuðningsmenn Arsenal spenntir eftir að þessi mynd frá Dubai fór í loftið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Möguleiki á að Casemiro fari frá United á allra næstu dögum

Möguleiki á að Casemiro fari frá United á allra næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Í gær

United mun fara á eftir Gyökeres

United mun fara á eftir Gyökeres
433Sport
Í gær

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn