Jamie Carragher, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi sérfræðingur Sky Sports, vill að Trent Alexander Arnold, bakvörður hringi í Steven Gerrard til að fá ráð vegna versnandi frammistöðu undanfarnar vikur.
Steven Gerrard er fyrrum fyrirliði Liverpool og goðsögn á Anfield. Carragher telur að ráð frá Gerrard gæti hjálpað bakverðinum unga.
„Við gleymum því stundum að Alexander Arnold er bara 22 ára. Trent hefði gott af því að hringja í Gerrard. Ég man hvernig Gerrard komst yfir slæmt tímabil á sínum ferli, hvernig hann kom til baka og leiddi liðið til sigurs,“ skrifaði Carragher í pistli.
Gengi Liverpool í ensku úrvalsdeildinni hefur ekki verið nægilega gott undanfarnar vikur. Liðinu hefur mistekist að skora í fjórum síðustu leikjum og er sem stendur í 4. sæti deildarinnar með 34 stig.