Ástralski markvörðurinn Mat Ryan, gekk til liðs við Arsenal á lánssamningi frá Brighton í gær. Arsenal er liðið sem Mat Ryan studdi á árum áður og hann mun nú veita Rúnari Alex, mikla samkeppni um varamarkvarðarstöðu liðsins.
The Guardian, segir að Mat Ryan sé hugsaður sem annar markvörður liðsins á eftir Þjóðverjanum Bernd Leno. Líklegt sé að Rúnar Alex verði sendur burt á láni til þess að öðlast meiri reynslu.
Rúnar Alex, náði ekki að heilla Mikel Arteta, knattspyrnustjóra liðsins, þegar að hann fékk tækifæri til þess í leikjum í enska deildarbikarnum og Evrópudeildinni.
Eins og áður segir þá er Mat Ryan, dyggur stuðningsmaður Arsenal og hafa netverjar verið að deila gömlum tístum frá markverðinum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann dásamar liðið.
Signing for the club you grew up supporting as a kid ✔️ @Arsenal
Buzzing to be beginning this new chapter and will give everything I’ve got to contribute to the first club I ever loved. pic.twitter.com/IUohEjFKVK
— Maty Ryan (@MatyRyan) January 22, 2021
Það hefur þó borið minna á því undanfarið að leikmaðurinn hafi verið að dásama Arsenal, hann hefur verið samningsbundinn keppinautum liðsins í ensku úrvalsdeildinni, Brighton.
Mat Ryan hefur spilað 123 leiki fyrir Brighton á sínum ferli. Þá hefur hann einnig spilað í Belgíu og á Spáni með Valencia.