fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
433Sport

Leikmaður Arsenal virðist hafa sent knattspyrnustjóra liðsins skýr skilaboð eftir leik

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 23. janúar 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Folarin Balogun, framherji Arsenal, var ekki í leikmannahóp liðsins í 1-0  tapi gegn Southampton í enska bikarnum í dag.

Pierre-Emerick Aubameyang, átti að leiða sóknarlínu Arsenal í leiknum en þurfti að draga sig úr hópnum nokkrum klukkustundum fyrir leik af persónulegum ástæðum. Eddie Nketiah, leiddi sóknarlínu liðsins í leiknum.

Þá virtist ekki vera pláss fyrir Balogun í leikmannahópnum en það var pláss fyrir tvo markverði á varamannabekk liðsins, Rúnar Alex og Mat Ryan.

Fljótlega eftir að flautað hafði verið til leiksloka hjá Southampton og Arsenal birti Balogun myndband á samfélagsmiðlinum Twitter af sér skora mark fyrir varalið Arsenal. Það mætti túlka þetta sem beint skot á knattspyrnustjóra Arsenal, þar sem að þeim gekk erfiðlega að skora mörk í leiknum.

Balogun er 19 ára gamall og líklegt þykir að hann yfirgefi Arsenal næsta sumar en hann er að renna út á samning hjá Lundúnaliðinu.

Balogun hefur fengið tækifæri með aðalliði Arsenal í Evrópudeildinni og enska deildarbikarnum á leiktíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal spenntir eftir að þessi mynd frá Dubai fór í loftið

Stuðningsmenn Arsenal spenntir eftir að þessi mynd frá Dubai fór í loftið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu

City til í að henda 30 milljörðum á borðið til að fá tvo leikmenn úr sama liðinu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Möguleiki á að Casemiro fari frá United á allra næstu dögum

Möguleiki á að Casemiro fari frá United á allra næstu dögum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“

Hrukku í kút í beinni útsendingu í gær þegar lamið var á glerið – „Rúnkari“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ

Börkur Edvardsson í framboð til stjórnar KSÍ
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins

Framganga Víkings rædd á stjórnarfundi í Laugardalnum – Ræddu áhrif hennar „á heilindi og trúverðugleika“ mótsins
433Sport
Í gær

United mun fara á eftir Gyökeres

United mun fara á eftir Gyökeres
433Sport
Í gær

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn

Senda frá sér tilkynningu í kjölfar andláts – Fannst látinn í Alicante-höfn