Deportivo Alavés tók á móti Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, gat ekki stýrt liðinu í kvöld, hann greindist með Covid-19 á dögunum.
Sigur Real Madrid var aldrei í hættu í leiknum. Liðið skoraði þrjú mörk í fyrri hálfleik, þar á meðal skoraði Eden Hazard eitt markanna.
Joselu, minnkaði muninn fyrir Deportivo með marki eftir stoðsendingu frá Lucaz Perez á 59. mínútu.
En það var Karim Benzema sem átti lokaorðið í leiknum, hann innsiglaði 4-1 sigur Real Madrid með marki á 70. mínútu.
Real er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 40 stig. Deportivo er í 17. sæti með 18 stig.
Deportivo Alaves 1 – 4 Real Madrid
0-1 Casemiro (’15)
0-2 Karim Benzema (’41)
0-3 Eden Hazard (’45+1)
1-3 Joselu (’59)
1-4 Karim Benzema (’70)