Fjórðu deildar liðið Cheltenham Town tók á móti Manchester City í enska bikarnum í dag. Það voru flestir á því að Manchester City færi auðveldlega í gegnum andstæðinga sína í kvöld en sú varð ekki raunin.
Alfie May kom Cheltenham Town yfir með marki á 59. mínútu eftir stoðsendingu frá George Lloyd.
Phil Foden jafnaði metin fyrir Manchester City á 82. mínútu og það var síðan Gabriel Jesus sem skoraði annað mark liðsins á 85. mínútu
Ferrán Torres innsiglaði síðan 3-1 sigur Manchester City með marki á 94. mínútu.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Manchester City heldur áfram í næstu umferð en forráðamenn Cheltenham Town eru án efa sáttir með leikmenn sína í kvöld þrátt fyrir að hafa fallið úr leik.
Cheltenham Town 1 – 3 Manchester City
1-0 Alfie May (’59)
1-1 Phil Foden (’82)
1-2 Gabriel Jesus (’85)
1-3 Ferrán Torres (’90+4)