Southampton tók á móti ríkjandi bikarmeisturum Arsenal í enska bikarnum í dag. Leikurinn endaði með 1-0 sigri Southampton sem er komið áfram í næstu umferð keppninnar.
Eina mark leiksins var skorað á 24. mínútu, þá varð Gabriel, varnarmaður Arsenal, fyrir því óláni að skora sjálfsmark.
Fleiri mörk voru ekki skoruð og því eru bikarmeistararnir í Arsenal, dottnir úr leik. Southampton mætir Wolves í næstu umferð keppninnar.
Southampton 1 – 0 Arsenal
1-0 Gabriel (’24, sjálfsmark)