Spænski knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hefur yfirgefið kínverska knattspyrnuliðið Dalian Professionals. Benitez hafði verið knattspyrnustjóri liðsins í átján mánuði.
Covid-19 faraldurinn hefur haft mikil áhrif á Benitez og hans störf í Kína. Benitez hefur til að mynda verið í Liverpool síðan í nóvember.
„Heimsfaraldurinn er enn í gangi. Fyrir okkur alla (hann og þjálfarateymið) er það forgangsatriði að styðja við fjölskyldur okkar, það var okkur efst í huga þegar þessi ákvörðun var tekin,“ sagði Benitez um ástæðu þess að leiðir hans og kínverska knattspyrnuliðsins skilja.
Benitez er reynslumikill þjálfari sem hefur meðal annars þjálfað Liverpool, Chelsea og Real Madrid á sínum ferli.
Það er alveg ljóst að hann gæti orðið eftirsóttur á Englandi ef knattspyrnustjórastöður losna þar.