Arsenal tekur á móti Southampton í enska bikarnum klukkan 12:15. Það vekur mikla athygli að framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang er ekki í leikmannahóp Arsenal og tveir varamarkverðir eru á varamannabekk liðsins.
Aubameyang, þurfti að draga sig úr leikmannahóp Arsenal, nokkrum klukkutímum fyrir leik.
„Hann er frá vegna persónulegra ástæðna sem kom upp fyrir nokkrum klukkutímum og við gátum ekki haft hann í leikmannahópnum,“ sagði Arteta í viðtali fyrir leik.
Óvíst er hver ástæðan er en það mun líklegast skýrast seinna í dag.
Eddie Nketiah, leiðir sóknarlínu Arsenal í dag.