Borussia M’gladbach tók á móti Borussia Dortmund í einu viðureign dagsins í þýsku úrvalsdeildinni en leiknum lauk rétt í þessu.
Borussia M’gladbach komst yfir með marki frá Nico Elvedi á 11. mínútu en Erling Braut Haaland jafnaði metin á 22. mínútu með frábæru marki eftir stoðsendingu frá Jadon Sancho, Haaland kom svo Dortmund yfir á 28. mínútu en Nico Elvedi svaraði svo fyrir heimamenn á 32. mínútu og staðan 2-2 eftir fjörugan fyrri hálfleik.
Ramy Bensebaini kom svo Borussia M’gladbach yfir á 49. mínútu með mögnuðu marki en hann lék á varnarmann Dortmund og lagði boltann snyrtilega í fjærhornið, Marcus Thuram innsiglaði svo 4-2 sigur Borussia M’gladbach á 78. mínútu.
Með sigrinum fer Borussia M’gladbach upp í fjórða sæti deildarinnar á kostnað Dortmund.
Lokatölur 4-2
Nico Elvedi (’11, 1-0)
Erling Braut Haaland (’22, 1-1)
Erling Braut Haaland (’28, 1-2)
Nico Elvedi (’32, 2-2)
Ramy Bensebaini (’49, 3-2)
Marcus Thuram (’78, 4-2)