Neymar lék sinn hundraðasta leik fyrir PSG í dag í 4-0 sigri PSG gegn Montpellier í frönsku úrvalsdeildinni en leiknum lauk rétt í þessu.
Kylian Mbappe endaði markaþurrk sinn með marki á 34. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik.
Neymar kom svo heimamönnum í tveggja marka forystu á 60. mínútu eftir að Kylian Mbappe lagði boltann fyrir Neymar sem senti hann í autt markið, Mauro Icardi bætti svo við þriðja marki PSG aðeins einni mínútu seinna og var svo Kylian Mbappe sem bætti við sínu öðru marki á 63. mínútu og lokatölur 4-0.
Neymar sem hefur verið magnaður fyrir síðan að hann gekk til liðs við PSG frá Barcelona en í 100 leikjum hefur hann skorað 81 mark og lagt upp 46 til viðbótar.
100 games
81 goals
46 assistsNeymar has been involved in 127 goals through the century mark with PSG 🔴🔵 pic.twitter.com/E9DOlTf2pP
— B/R Football (@brfootball) January 22, 2021