Michail Antonio sóknarmaður West Ham þarf að borga 3,5 milljónir á ári í tryggingar á bílnum sína eftir árekstur á síðasta ári.
Fyrir 13 mánuðuðum síðan keyrði Antonio inn í garð hjá fólk þegar hann ók um á Lamborghini bifreið sinni. Atvikið vakti athygli en Antonio var klæddur í jólabúning þegar áreksturinn átti sér stað.
Það hefur reynst Antonio dýrkeypt, hann stútaði 40 milljóna króna bílnum sínum og verðið á tryggingum hækkaði upp úr öllu valdi.
„Ég var í vandræðum með að fá tryggingu í ár, það vildi enginn tryggja mig. Ég þurfti að fara til sérfræðings til að fá tryggingu. Ég er með Benz G63, þeir buðu mér að borga 10 þúsund pund fyrir Audi A3 en ég þarf að borga 20 þúsund pund fyrir G63 bílinn. Ég keyri frekar G63 en Audi A3,“ sagði Antonio um stöðu mála.
„Þetta var á jóladag, þetta særir mig enn í dag. Ég sakna bílsins, ég var að keyra á götu þar sem var mikil hálka. Ég kom að beygju og var að keyra á löglegum hraða, ég taldi mig ekki þurfa að hægja á mér. Ég missi svo bílinn í hálku og ákvað að bremsa, það er það sem þú átt ekki að gera í hálku þgear þú missir tök á bílnum. Ég byrjaði bara að fara hraðar og endaði upp á kanti og inn í garðinn.“
Antonio var hræddur eftir áreksturinn. „Það byrjar að koma reykur úr bílnum, ég flýti mér út. Ég átti von á því að hann myndi springa, svo er ég klæddur í jólagalla. Ég skil ekki enn í dag af hverju ég var ekki farinn úr honum,“ sagði Antonio sem hafði mætt í honum á æfingu West Ham á jóladag.
Antonio ætlaði að reyna að stoppa það að málið rataði í ensk blöð, það heppnaðist ekki. „Ég gekk upp að fólki og tók af þeim símann. Ég gleymdi að taka einn síma af konunni sem bjó í næsta húsi, hún kom út með þessa sögu. Hún laug og sagði við blöðin að þetta væri hennar garður, hún seldi söguna í tvígang.“