fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
433Sport

Svona komust konurnar inn á Hótel Sögu – „Er þetta ekki bara casual Sunday? What the fuck!“

Hörður Snævar Jónsson, Heimir Hannesson
Mánudaginn 7. september 2020 13:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

English version of the story here.

Búið er að reka ensku landsliðsmennina Phil Foden og Mason Greenwood úr leikmannahópi liðsins og þurfa þeir að ferðast í sitthvoru lagi frá Reykjavík til Englands. Enska landsliðið heldur áfram til Danmerkur síðar í dag án leikmannanna en þeir gerðust sekir um brot á sóttvarnarreglum eftir að tvær íslenskar konur heimsóttu hótel þeirra í gær.

Konurnar fóru á Hótel Sögu þar sem enska landsliðið dvaldi, fyrst um sinn var aðeins önnur konan að fara að hitta Mason Greenwood. Henni var skutlað af vinkonu sinni sem snéri við þegar hún var á heimleið þar sem leikmaðurinn Phil Foden hafði áhuga á að hitta hana.

Konurnar fóru ekki inn á herbergi leikmannana heldur var búið að bóka tvö önnur herbergi þar sem þeir gátu hitt íslensku konurnar. Á myndbandi sem blaðamaður hefur séð er sýnt frá herberginu og hótelinu og þar sést að um er að ræða Hótel Sögu. Leikmennirnir máttu ekki yfirgefa hótelið og því var brugðið á það ráð að bóka stúlkurnar á sama hótel og lauma sér yfir í herbergin til þeirra.

Meira:
Enskir landsliðsmenn brutu reglur hér á landi í gær – Fengu íslenskar stúlkur upp á hótel

Samskipti kvennanna ganga nú manna á milli á samfélagsmiðlum en samskiptin má sjá hér að neðan. Í myndbandinu greina stúlkurnar frá því að þær séu að fá fyrirspurnum frá vinum sínum á SnapChat hverja þær séu að fara að hitta sem þær svara í myndbandinu. Konurnar slá stefnumótinu upp í grín og gera áhorfendum ljóst að þær eru að fara sem félagskapur og ekkert meira.

Kona 1: „Sem spilar með Manchester og ég bara ákvað að joina hana og gista með henni“
Snýr myndavél að vinkonu sinni og spyr: „How do you feel?“

Kona 2: „Ég er stressuð, bara mjög fokking stressuð.“
[Klippt í annað video]

Kona 1: „Hvað er ég að gera?“
[Klippt í annað video]

Kona 1: „Okey, aldrei lent í jafn steiktu dæmi. Ég var bara farinn og hélt að [kona 2] væri bara að fara að vera með þessum gaur, og hann er s.s. með einhverjum vini sínum og hann spurðu um einhverja vinkonu og [kona 2] sagði að ég væri, og [kona 2] hringir í mig bara eitthvað „koddu, koddu aftur,“ og ég var bara eitthvað „hvar ertu?“ og hún bara eitthvað „hann er með vini sínum og hann vill fá þig.“ Ég var bara eitthvað ha? Og ég veit ekkert hvað ég er kominn út í. Hann ætlar að bóka herbergi fyrir mig, þessi gaur. Ég veit ekki [óskiljanlegt.] Mér líður bara eins og escorti eða eitthvað. „I‘m not doing anything.“ Ég er bara að koma, as a company, ekkert meira en það. Fokk, ég veit ekki hvað er í gangi hérna sko.“

[Birtir myndband af sér að checka inn á Hótel Sögu, og fara í lyftuna, og svo af herberginu]
Kona 1: „Fyrir marga sem eru að spyrja þá er hún með, hverjum aftur, man ekki hvað hann heitir? [beinir myndavél að stelpu 2].

Kona 2: „Mason Greenwood“

Kona 1: „Og ég er með, Phil, hvað heitir hann?

Kona 2: „Phil… bíddu… Phil Foden.“

Kona 1: Phil Foden. Er þetta ekki bara casual Sunday? What the fuck!

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur

Fór grátandi af velli eftir 34 mínútur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með

Tottenham fær slæmar fréttir fyrir stórleikinn í kvöld – Mikilvægasti leikmaðurinn ekki með
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur

Telja þetta vera spillingu í sinni tærustu mynd – Mjög umdeildur sjónvarpssamningur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið

Sturluð staðreynd um PSG í Meistaradeildinni – Klikkaði bara þegar Messi mætti á svæðið
433Sport
Í gær

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn

Ofurparið skilur eftir níu ára hjónaband og þrjú börn
433Sport
Í gær

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið

United sagt vera með fjóra markverði á blaði fyrir sumarið