Síðari leikir í átta liða úrslitum í fjórðu deild karla fara fram í dag. Þremur leikjum af fjórum er lokið.
KFS sigraði granna sína í KFR með sex mörkum gegn engu. Þrjú mörk voru skoruð á 90. mínútu, eitt eftir vítaspyrnu. KFR voru tveimur mönnum færri í lok leiks. Björn Mikael Karelsson fékk að líta rauða spjaldið á 90. mínútu. Fyrr í leiknum, á 77. mínútu, fékk Ellert Geir Ingvason rautt spjald. KFS sigraði samtals 7-2 og eru þar með komnir í undanúrslit.
Leik Kormákar/Hvatar og KÁ lauk með 1-0 sigri þeirra fyrrnefndu. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og Kormákar/Hvatar menn því komnir í undanúrslit. Sindri Örn Steinarsson leikmaður KÁ fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.
Hamar tók á móti KH. Leiknum lauk með jafntefli þar sem KH menn jöfnuðu á loka mínútu leiksins. Það dugði þó ekki til og Hamars menn eru komnir í undanúrslit eftir að hafa sigrað fyrri leikinn 0-2.
Síðasti leikurinn í átta liða úrslitum hefst klukkan 19:00. Kría tekur á móti ÍH. Fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri ÍH.
KFS 6 – 0 KFR (Samtals 7-2)
1-0 Ian David Jeffs (29′)
2-0 Hafsteinn Gísli Valdimarsson (43′) (Víti)
3-0 Arnar Breki Gunnarsson (70′)
4-0 Hafsteinn Gísli Valdimarsson (90′) (Víti)
5-0 Karl Jóhann Örlygsson (90′)
6-0 Ian David Jeffs (90′)
Kormákur/Hvöt 1 – 0 KÁ (Samtals 3-2)
1-0 Oliver James Kelaart Torres (6′)
Hamar 1 – 1 KH (samtals 3-1)
1-0 Bjarki Rúnar Jónínuson (68′)
1-1 Jón Arnar Stefánsson (90′)