fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
433Sport

KFS tryggði sér sæti í undanúrslitum eftir stórsigur

Sóley Guðmundsdóttir
Miðvikudaginn 23. september 2020 18:59

Ian Jeffs (til hægri) skoraði tvö marka KFS.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðari leikir í átta liða úrslitum í fjórðu deild karla fara fram í dag. Þremur leikjum af fjórum er lokið.

KFS sigraði granna sína í KFR með sex mörkum gegn engu. Þrjú mörk voru skoruð á 90. mínútu, eitt eftir vítaspyrnu. KFR voru tveimur mönnum færri í lok leiks. Björn Mikael Karelsson fékk að líta rauða spjaldið á 90. mínútu. Fyrr í leiknum, á 77. mínútu, fékk Ellert Geir Ingvason rautt spjald. KFS sigraði samtals 7-2 og eru þar með komnir í undanúrslit.

Leik Kormákar/Hvatar og KÁ lauk með 1-0 sigri þeirra fyrrnefndu. Fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli og Kormákar/Hvatar menn því komnir í undanúrslit. Sindri Örn Steinarsson leikmaður KÁ fékk að líta rauða spjaldið undir lok leiks.

Hamar tók á móti KH. Leiknum lauk með jafntefli þar sem KH menn jöfnuðu á loka mínútu leiksins. Það dugði þó ekki til og Hamars menn eru komnir í undanúrslit eftir að hafa sigrað fyrri leikinn 0-2.

Síðasti leikurinn í átta liða úrslitum hefst klukkan 19:00. Kría tekur á móti ÍH. Fyrri leiknum lauk með 3-0 sigri ÍH.

KFS 6 – 0 KFR (Samtals 7-2)

1-0 Ian David Jeffs (29′)
2-0 Hafsteinn Gísli Valdimarsson  (43′) (Víti)
3-0 Arnar Breki Gunnarsson (70′)
4-0 Hafsteinn Gísli Valdimarsson (90′) (Víti)
5-0 Karl Jóhann Örlygsson (90′)
6-0 Ian David Jeffs (90′)

Kormákur/Hvöt 1 – 0 KÁ (Samtals 3-2)

1-0 Oliver James Kelaart Torres (6′)

Hamar 1 – 1 KH (samtals 3-1)

1-0 Bjarki Rúnar Jónínuson (68′)
1-1 Jón Arnar Stefánsson (90′)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu hjartnæma kveðju Arnars – „Ég elska ykkur öll“

Sjáðu hjartnæma kveðju Arnars – „Ég elska ykkur öll“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum

Hljóta um þriggja og hálfs milljóna króna styrk til knattspyrnutengdraverkefna sem tengjast flóttamönnum og hælisleitendum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Solskjær búinn að landa nýju starfi

Solskjær búinn að landa nýju starfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“

Stuðningsmenn United virðast gefast upp á leikmanni liðsins – „Það er bara mýta“