fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

FH þarf að reiða fram 5 milljónir ef Óli Kalli á að spila gegn Val

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. september 2020 11:04

Óli Kalli í leik með FH.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á morgun fer fram einn af úrslitaleikjum sumarsins í efstu deild karla þegar FH tekur á móti Val klukkan 16:15. FH er átta stigum á eftir Val en liðin eiga eftir að mætast í tvígang og að auki á FH leik til góða.

Þannig eru bæði lið í þeirri stöðu að geta treyst á sig sjálft, vinni FH eða Valur alla sína leiki er ljóst að það lið verður Íslandsmeistari. Valur á sjö leiki eftir en FH átta, fari Valur með sigur af hólmi á morgun er liðið langt komið með það að vinna deildina.

Ólafur Karl Finsen var lánaður til FH frá Val í félagaskiptaglugganum í ágúst, lagalega séð er bannað að setja ákvæði um að leikmaður geti ekki spilað gegn félaginu sem hann kemur frá. Sökum þess er iðulega sett inn upphæð í lánssamninga sem félög eru ekki klár í að borga ef leikmaðurinn á að spila gegn félaginu sem hann er samningsbundinn.

„Hann má spila en það er ákvæði í samningum um að það kostar,“ sagði Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Samkvæmt heimildum 433.is er upphæðin sem FH þarf að borga til þess að Ólafur Karl spili á morgun í kringum 5 milljónir íslenskra króna. Því eru engar líkur á því að FH noti Ólaf Karl á morgun enda 5 milljónir ansi stór upphæð fyrir íslenskt knattspyrnufélag.

Ólafur Karl hefur komið sterkur inn í lið FH sem er á skriði en hann var á skotskónum í 4-1 sigri á Fylki á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með

Byrjunarliðin í enska boltanum – Rashford ekki með
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“

Tjáir sig um slagsmál sem fáir hafa heyrt um: Var aðeins tímaspursmál – ,,Vorum að fá okkur í glas og hann endaði kvöldið með glóðarauga“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“

,,Sjáðu mamma, ég spilaði fótboltaleik í gær“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“

Töluðu við nýtt vitni sem hafði allt aðra sögu að segja: Vissi ekki að konan væri á staðnum – ,,Báðu öryggisverði um að fjarlægja hana“