Rúnar Alex Rúnarsson er nálægt því að ganga í raðir Arsenal, þetta herma heimildir 433.is og fjalla ensk blöð um málið.
Samkvæmt heimildum 433.is mun Rúnar Alex skrifa undir fimm ára samning við Arsenal. Sami heimildarmaður segir að Rúnar sé í læknisskoðun hjá Arsenal í dag.
Árið 2014 fór Rúnar til danska liðsins Nordsjælland frá KR en þá var hann aðeins 18 ára gamall. Árið 2018 fór Rúnar frá danska liðinu og yfir til Frakklands í Dijon.
Ljóst er að þetta verða ein af stærri félagaskiptum sem Íslendingur hefur fengið en Arsenal er að selja Emiliano Martinez til Arsenal og verður Rúnar Alex því annar kostur í mark Arsenal á eftir Bernd Leno. Ensk blöð segja að Arsenal muni borga Dijon um 250 milljónir íslenskra króna.
Tölfræðivefurinn WhoScored hefur tekið saman tölfræði Rúnars í Dijon, hún er ekki góð en liðið hefur barist við falldraug þessi tvö ár sem íslenski markvörðurinn var aþr.
„Af öllum markvörðum sem spilað hafa 20 leiki eða fleiri frá upphafi 2018/19 tímabilsins í frönsku úrvalsdeildinni, er Rúnar Alex sá markvörður með slakasta hlutfall af vörðum skotum. 57,8 prósent,“ segir í færslu WhoScored.
🤦♂️ Of all Ligue 1 goalkeepers to have made 20+ apps since the start of the 2018/29 season, Runar Alex Runarsson has the worst save success rate – 57.8 per cent
🤷♂️ Arsenal have reportedly lined up the 25-year-old as a potential replacement for Emi Martinez… pic.twitter.com/abazBfvs9o
— WhoScored.com (@WhoScored) September 14, 2020