Ragnar Sigurðsson, leikmaður FC København og íslenska landsliðsins, verður ekki í hóp FC København í leiknum í kvöld. Vísir greinir frá því að Ragnar sé á meiðslalistanum en Ragnar var líka meiddur í fyrri leik 16-liða úrslitanna.
FC København tapaði fyrri leiknum 1-0 svo liðið þarf á sigri að halda til að komast áfram í 8-liða úrslit. Ef liðsfélagar Ragnars ná að sigra leikinn gæti liðið keppt á móti stórliðinu Manchester United í 8-liða úrslitunum.