fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
433Sport

Sjáðu myndina: Sara Björk fær hamingjuóskir frá forsetanum

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 13:48

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Björk Gunnarsdóttir náði mögnuðum áfanga í gær þegar hún varð fyrsti Íslendingurinn til að skora í úrslitaleiknum og vinna Meistaradeildina. Forseti Íslands óskaði Söru til hamingju með sigurinn í dag.

Sara gekk í sumar til liðs við franska liðið Lyon en fyrir það spilaði hún með þýska liðinu Wolfsburg. Sara mætti sínum gömlu liðsfélögum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og vann leikinn. Sara tryggði sigur Lyon með marki á lokamínútum leiksins.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, óskaði Söru til hamingju á Facebook-síðu sinni í dag. „Þessi vika hófst með þeim gleðitíðindum að Sara Björk Gunnarsdóttir landsliðsfyrirliði fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu með liði sínu Lyon í Frakklandi,“ sagði Guðni.

„Sara gerði gott betur og skoraði lokamark leiksins sem gulltryggði sigur franska liðsins. Ég sendi henni heillaóskir með þennan frábæra árangur. Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu á mikilvæga leiki framundan í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer að tveimur árum liðnum. Ég óska liðinu góðs gengis í þeirri baráttu.

Guðni deilir mynd með færslunni en á myndinni má sjá Guðna ásamt Söru og Magnúsi Erni Helgasyni, höfundi bókarinnar Óstöðvandi en bókin fjallar um knattspyrnuferil Söru. Hér fyrir neðan má sjá myndina sem um ræðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar

Strákarnir okkar mæta Skotum í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“

Sölvi stoltur og hlakkar til komandi tíma – „Mig er búið að gruna þetta“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku

Eru sagðir undirbúa það að kynna Rashford í þessari viku
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu

Staðfesta ráðninguna á Elísabetu
Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld

Þetta hafa veðbankar að segja um leikinn mikilvæga hjá Strákunum okkar í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun

11 milljarða maðurinn flýgur til Englands á morgun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“

Sjáðu myndbandið: Reiddist mjög út í fréttamann ríkissjónvarpsins – „Frábær leið til að hefja viðtal“
433Sport
Í gær

Walker færist nær því að yfirgefa City

Walker færist nær því að yfirgefa City
433Sport
Í gær

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi

Sló í gegn með þessum myndum á Íslandi – Flytur nú leiðinleg tíðindi