Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason hefur verið án félags frá mánaðamótum en áður var hann hjá liðinu SV Sandhausen í Þýskalandi. Rúrik lætur samningsleysið þó ekki halda sér frá boltanum en svo virðist vera sem Rúrik hafi skrifað undir svokallaðan skammtímasamning við foringjaliðið í Vatnaskógi.
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, greinir frá þessu á Twitter síðu sinni. „Rúrik Gíslason gerði skammtímasamning við foringjalið Vatnaskógar og spilaði í gær við strákana sem þar voru,“ sagði Þorkell. „Flott fyrirmynd fyrir strákana að fá að spila á móti Rúrik. Væntanlega líka fínasta nostalgía fyrir hann að mæta í Skóginn.“ Stefán nokkur skrifar athugasemd við tíst Þorkels og segir frá því að þegar hann heyrði fyrst talað um Rúrik, hafi það einmitt verið í kjölfar annars foringjaleiks í Vatnaskógi. „Vinur minn, sem var foringi, sagði einfaldlega „Rúrik Gíslason. Mundu nafnið.“
Rúrik Gíslason gerði skammtímasamning við foringjalið Vatnaskógar og spilaði í gær við strákana sem þar voru. Flott fyrirmynd fyrir strákana að fá að spila á móti Rúrik. Væntanlega líka fínasta nostalgía fyrir hann að mæta í Skóginn. pic.twitter.com/mH0GPIkuTR
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) July 16, 2020