FH hefur skrifað undir samning við Madison Gonzalez frá Bandaríkjunum. Hún er 23 ára framherji sem kemur til FH beint úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum.
Síðast lék hún með Santa Clara háskólanum í Kaliforníu.
„Madison kemur til með styrkja liðið í þeim átökum sem framundan eru í Pepsí Max deildinni og við bjóðum hana velkomna í FH,“ segir í frétt FH.
FH hefur styrkt sig nokkuð vel í vetur og kemur vel mannað til leiks í Pepsi Max-deil kvenna sem hefst um helgina.