Valur 3-0 KR
1-0 Elín Metta Jensen(2′)
2-0 Elín Metta Jensen(20′)
3-0 Hlín Eiríksdóttir(29′)
Opnunarleik Pepsi Max-deildar kvenna er nú lokið en Valur og KR áttust við á Hlíðarenda í kvöld.
Valur er af mörgum talið sigurstranglegasta liðið í sumar og olli engum vonbrigðum í fyrsta leik.
Elín Metta Jensen mætti öflug til leiks og var kominn með tvennu fyrir Val eftir 20 mínútur.
Hlín Eiríksdóttir bætti við öðru fyrir Val á 29. mínútu og ljóst að útlitið var ekki bjart fyrir KR-inga.
Fleiri mörk voru þó ekki skoruð í leik kvöldsins og niðurstaðan 3-0 sigur Vals.