Aron Bjarnason er á heimleið og mun ganga í raðir Vals. Þetta herma öruggar heimildir 433.is.
Fleiri lið höfðu áhuga á Aroni en fjárhagurinn hjá mörgum er erfiður vegna kórónuveirunnar.
Breiðablik seldi Aron til Újpest í Ungverjalandi á síðasta ári en þar hefur hann ekki fundið taktinn.
Kantmaðurinn knái átti frábæra tíma með Breiðablik áður en félagið seldi hann út.
Heimir Guðjónsson þjálfari Vals hefur ekki farið í felur með að hann vilji bæta við sóknarmanni í hóp sinn.
Aron ólst upp í Þrótti en hefur spilað með Fram, ÍBV og Breiðablik hér á landi. Aron fagnar 25 ára afmæli sínu á þessu ári.