fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
433Sport

Kiddi Steindórs aftur í Breiðablik

Victor Pálsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 17:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Kristinn Steindórsson hefur skrifað undir samning við Breiðablik í Pepsi Max-deild karla.

Frá þessu er greint í dag en Kristinn hefur undanfarið verið að leita sér að nýju félagi.

Sumarið 2018 sneri þessi 29 ára gamli leikmaður aftur heim eftir langa dvöl í atvinnumennsku.

Kristinn yfirgaf Breiðablik árið 2011 og samdi við Halmstad. Síðar lék hann með Colombus Crew og GIF Sundsvall.

Hann hefur nú samið við Breiðablik á ný eftir tvö erfið ár hjá FH í Kaplakrika.

Kristinn á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland og var frábær fyrir Blika 2007 til 2011.

Tilkynning Blika:

Knattspyrnumaðurinn snjalli Kristinn Steindórsson hefur ákveðið að klæðast grænu treyjunni á nýjan leik.

„Það er virkilegt ánægjuefni að fá Kidda aftur heim. Hann mun styrkja liðið innan vallar og utan og ég horfi til þess að hann geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna okkar“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari.

Kristinn sem varð bikarmeistari með Blikum árið 2009 og Íslandsmeistari árið 2010 á að baki 132 mótsleiki með meistaraflokki Breiðabliks og skoraði í þeim 44 mörk. Hann skoraði 9 mörk í 30 leikjum með landsliðum Íslands en hann spilaði 3 A-landsleiki og 27 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Á árunum 2012 til 2018 lék Kristinn 162 leiki sem atvinnumaður í Svíþóð og í Bandaríkjunum en frá þeim tíma hefur hann leikið með FH.

Velkominn heim Kristinn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu

Gummi Ben og Helena kynna stórkostlega nýjung í skondinni klippu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið

Þess vegna leiðir Manchester United kapphlaupið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony

Vill setja af stað söfnun fyrir Antony
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu

Meint hjákona Beckham galopnar sig á ný – Nefnir það eina sem hún hefur gegn David og Victoriu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann

Nýi maðurinn lætur til sín taka – Vill landa eftirsóttum bita og endursemja við sinn besta mann