fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
433Sport

Emil yfirgefur Sandefjord – „Gott að enda þetta svona“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 31. desember 2020 16:00

Emil Pálsson. Mynd: Úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emil Pálsson, leikmaður Sandefjord í Noregi, mun reyna fyrir sér hjá öðru liði á næsta tímabili. Samningur Emils við Sandefjord er að renna út og hann telur að nú sé rétti tímapunkturinn fyrir sig að breyta um umhverfi. Þetta staðfestir Emil í samtali 433.is í dag.

„Síðasti dagurinn minn á samning hjá Sandefjord er í dag og hann klárast núna um áramótin,“ sagði Emil um stöðu sína hjá Sandefjord.

Emil telur að þetta sé rétti tímapunkturinn til þess að róa á önnur mið. „Ég er búinn að vera hjá Sandefjord í þrjú ár. Ég hef fallið með liðinu og hjálpaði því að vinna sér aftur sæti í efstu deild. Á þessu tímabili afsönnuðum við síðan allar spár með því að enda í 11. sæti efstu deildar og sleppa við fall. Nú eru að eiga sér stað þjálfarabreytingar hjá liðinu og því tel ég að þetta sé rétti tímapunkturinn fyrir mig að prófa eitthvað nýtt. Það er gott að enda þetta svona,“ segir Emil í samtali við 433.

Hann er nú að skoða hvert næsta skref sitt á ferlinum verður. „Það er enn óljóst hvar ég spila á næsta tímabili. Nú er ég bara að skoða hvert mitt næsta skref verður á ferlinum í samstarfi við minn umboðsmann,“ sagði Emil um framhaldið hjá sér.

Emil spilaði 24 leiki af 30 á tímabilinu með Sandefjord sem var nýliði í deildinni. Emil var fyrirliði liðsins í 6 leikjum. Sandefjord endaði í 11. sæti efstu deildar Noregs og afsannaði allar spár um að liðið myndi falla.

Emil er uppalinn hjá BÍ/Bolungarvík frá Ísafirði, hann hefur einnig spilað með FH og Fjölni á sínum ferli. Hann varð Íslandsmeistari í þrígang hjá FH.

Árið 2015 var Emil kosinn besti leikmaður ársins í Pepsi-deildinni af leikmönnum deildarinnar. Emil lék þá stórt hlutverk bæði með liði Fjölnis framan af tímabili og síðan með FH þegar leið á tímabilið.

Hann samdi við norska úrvalsdeildarfélagið Sandefjord undir lok árs 2017 og gerði tveggja ára samning við liðið á þeim tíma. Hann framlengdi síðan samning sinn við liðið um eitt ár í janúar á þessu ári. Á þessum árum hefur Emil spilað 50 leiki fyrir liðið.

Þá á Emil að baki 1 A-landsleik og 22 landsleiki með yngri landsliðum Íslands, í þeim leikjum hefur hann skorað tvö mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal fyrsta enska liðið til að afreka þetta

Arsenal fyrsta enska liðið til að afreka þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fyrirliðinn mikið gagnrýndur fyrir að styðja leikmann Manchester United – ,,Vorkennum ekki snákum“

Fyrirliðinn mikið gagnrýndur fyrir að styðja leikmann Manchester United – ,,Vorkennum ekki snákum“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Skelfileg tölfræði Haaland í síðustu leikjum – Sjáðu hvað hann hefur gert

Skelfileg tölfræði Haaland í síðustu leikjum – Sjáðu hvað hann hefur gert
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Vill virða draum föður síns og gæti spilað fyrir óvænt félag – Verður alltaf þakklátur félaginu sem kom honum á kortið

Vill virða draum föður síns og gæti spilað fyrir óvænt félag – Verður alltaf þakklátur félaginu sem kom honum á kortið
433Sport
Í gær

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12

City fengið á sig ótrúlegt magn af mörkum undanfarið – Einn sigur í síðustu 12
433Sport
Í gær

Haaland tjáir sig um Guardiola: ,,Munum aldrei gleyma því“

Haaland tjáir sig um Guardiola: ,,Munum aldrei gleyma því“
433Sport
Í gær

Juric tekinn við Southampton

Juric tekinn við Southampton
433Sport
Í gær

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu

England: Brentford tapaði á heimavelli – Isak skoraði þrennu