Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona í Lyon og íþróttamaður ársins árið 2020 hefur átt frábært ár með Lyon og íslenska landsliðinu. Sara vann meðal annars Meistaradeild Evrópu með Lyon og var fyrirliði íslenska landsliðsins sem tryggði sér sæti á Evrópumeistaramótinu.
Nokkur líkindi eru með Söru Björk annars vegar og leikkonunni Sarah Silverman hins vegar og eru þær því tvífarar dagsins.
Sarah Silverman, er frá New Hampshire í Bandaríkjunum. Hún hefur unnið til tveggja Emmy verðlauna og hefur leikið í myndum á borð við School of Rock og A Million Ways to Die in the West. Þá eru hún einnig tíður gestur í Saturday Night Live, skemmtiþáttunum.