Gylfi Þór Sigurðsson, bar fyrirliðabandið í liði Everton og skoraði sigurmark liðsins í 1-0 sigri gegn Sheffield United í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Sigurinn kemur Everton upp í 2. sæti deildarinnar.
Eftir erfitt síðasta tímabil með Everton virðist Gylfi hafa fundið taktinn og hefur átt frábærar frammistöður með liðinu á þessari leiktíð. Hann er búinn að skora 3 mörk og gefa fjórar stoðsendingar í 18 leikjum með Everton á þessari leiktíð sem er það sama og hann gerði í 38 leikjum með liðinu á síðasta tímabili.
Gylfi fær mikið hrós fyrir sína innkomu í lið Everton á þessari leiktíð á samfélagsmiðlum í kvöld.
„Ég efaðist aldrei um þig Gylfi,“ skrifaði Roger Bennett, annar af umsjónarmönnum Men in Blazers.
Gylfi að gera það sama og Eiður allan sinn feril. Þagga niðrí þessu tuðandi liði sem veit ekkert!!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) December 26, 2020
Never doubted you Gylfi lad 😂🇮🇸 pic.twitter.com/zsTfslTkMT
— Men in Blazers (@MenInBlazers) December 26, 2020
7 – Gylfi Sigurdsson (7 – 3 goals, 4 assists) now has more direct goal involvements in 18 appearances in all competitions this campaign than he managed in 38 games last season (6). Rejuvenated.
— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2020
Hvernig hefði nú bara verið að láta manninn fá lyklana strax!!! #TheSig
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) December 26, 2020