fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
433Sport

Haukur Ingi segir frá ótrúlegu agaleysi – „Hann var búinn að þyngjast um þrjátíu kíló“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 18. desember 2020 13:00

fréttablaðið/valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukur Ingi Guðnason fyrrum knattspyrnumaður rifjar upp skemmtilega tíma í samtali við Hjörvar Hafliðason en Haukur átti merkilegan feril sem knattspyrnumaður

Haukur var 19 ára gamall þegar hann gekk í raðir Liverpool árið 1997 en hann var í herbúðum enska stórliðsins í þrjú ár.

Roy Evans var stjóri Liverpool en stórlið um alla Evrópu vildu fá Hauk Inga í sínar raðir. „Eina viðmiðið sem ég hef er að hafa farið til Arsenal á reynslu, Arsene Wenger var með mikla fagmennsku í gangi. Hjá Liverpool var meira gaman, æfing átti að byrja 10:30 og menn voru að týnast út fimm eða tíu mínútum eftir það,“ segir Haukur Ingi og segir að agaleysi hafa verið í gangi hjá klúbbnum á þessum tíma.

Neil Ruddock var öflugur varnarmaður í herbúðum Liverpool en hann var einn af þeim sem hafði stundum aðeins of gaman af lífinu. „Tímabilið 98/99. Þegar undirbúningstímabilið er að byrja, menn eru að mæta eftir sumarfrí. Þá voru flestir búnir að bæta á sig tíu kílóum, Ruddock var hins vegar hvergi sjáanlegur, það vissi enginn hvar hann var. Hann hringdi og var fastur í Indlandi, hann mætir nokkrum dögum síðar og var búinn að þyngjast um þrjátíu kíló.“

Skömu síðar kom Gerard Houllier sem féll frá í vikunni og tók við starfinu. „Akkilesarhæll Evans var að menn voru að komast upp með aðeins of mikið.“

Haukur Ingi yfirgaf Liverpool sumarið 2000 og spilaði eftir það á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndirnar – Fyrstu myndirnar af Amorim á æfingasvæði United

Sjáðu myndirnar – Fyrstu myndirnar af Amorim á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Borgarbarnið Gunnar lýsir hryllingi úr ferð með Herjólfi um helgina – „Fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni“

Borgarbarnið Gunnar lýsir hryllingi úr ferð með Herjólfi um helgina – „Fannst ég aldrei vita hvort hann kæmi í hnakkann á mér eða upp með síðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrumuræða Mikaels eftir umræðuna síðustu vikur – „Fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?“

Þrumuræða Mikaels eftir umræðuna síðustu vikur – „Fer klíkan þá í gang aftur? Eru allir við sama borð?“
433Sport
Í gær

Átta leikmenn draga sig út úr enska landsliðinu

Átta leikmenn draga sig út úr enska landsliðinu