Albert Guðmundsson leikmaður AZ Alkmaar í Hollandi hefur verið látinn æfa með varaliði liðsins samkvæmt heimildum hollenskra fjölmiðla.
Ekki kemur fram í hollenskum miðlum hver ástæðan er fyrir þessari ákvörðun.
Pascal Jansen sem að var ráðinn tímabundið til starfa. Samkvæmt Hollenska miðlinum Voetbalzone er Jansen að refsa Alberti, ekki er vitað fyrir hvað en orðrómur gengur að Albert hafi kvartað undan hlutverki sínu hjá liðinu.
Framherjinn hafði verið sjóðandi heitur áður en Jansen tók við starfinu, hann hafði leikið í fremstu víglínu og skorað sjö mörk í ellefu byrjunarliðsleikjum.
Albert sem hefur ekki byrjað hjá AZ Alkmaar síðan að Jansen tók við og ekki er talið líklegt að hann verði í hóp í um helgina þegar að AZ Alkmaar mætir Willem II.